ÁLAGSMAT
Álagsmat er álagsaukandi mæling í þeirri hreyfingu sem þú kýst að stunda, yfirleitt eru matið tekið á hlaupabretti eða æfingahjóli með sérstakri áherslu á æfingasvæði (e. zones). Við álagsmatið ert þú með öndunargrímu sem mælir súrefni og koltvísýring í bæði innöndun og útöndun, auk þess að mæla tíðni öndunar og það magn af andrúmslofti sem þú andar bæði að þér og frá.
Við viljum mæla hvern andardrátt til að fylgjast mjög vel með þeim breytingum sem eiga sér stað við álagsbreytingar.
ÞETTA ER INNIFALIÐ Í ÁLAGSMATI:
- Líkamsmælingar: Hæð, þyngd, fituprósenta, fitumassi, vöðvamassi
- Blóðþrýstingur
- Lungnarýmd
- Hámarks kraftur lungna
- Þoltala VO₂ max (ml/min/kg)
- Mjólkursýruþröskuldar, VT1 og VT2 (neðri og eðri)
- Æfingasvæði (zones) út frá VO₂, hjartslætti, hraða eða vöttum
- Tegund æfingasvæða (e. zones) ákveðin, 2 - 10 mismunandi svæði
- Lungnanrýmd undir álagi
- Nýting næringarefna undir álagi (kolvetni, próten, fita)
- Hámarks hjartsláttur undir álagi
Álagsmat er álagsaukandi mæling í þeirri hreyfingu sem þú kýst að stunda, yfirleitt eru matið tekið á hlaupabretti eða æfingahjóli. Við álagsmatið ert þú með öndunargrímu sem mælir súrefni og koltvísýring í bæði innöndun og útöndun, auk þess að mæla tíðni öndunar og það magn af andrúmslofti sem þú andar bæði að þér og frá.
Við viljum mæla hvern andardrátt til að fylgjast mjög vel með þeim breytingum sem eiga sér stað við álagsbreytingar.
FYRIRKOMULAG ÁLAGSMATS
GOTT AÐ VITA FYRIR ÁLAGSMAT:
Æskilegt er að þú sért á fastandi alla vega 3 tíma fyrir álagsmat, þó svo það sé ekki nauðsynlegt, þú verður spurð/ur hvort þú sért á fastandi eða ekki.
Mæta með þægileg æfingaföt fyrir viðkomandi hreyfingu, búnings- og sturtuaðstaða er hjá okkur þannig að það er óþarfi að mæta í æfingafötunum. Ekki er þörf á því að neyta koffindrykkja eða hlaða sig upp af kolvetnum fyrir þolmat og mælumst við gegn því.
HVERNIG FER ÁLAGSMATIÐ FRAM?
Álagsmatið hefst líkamsmælingum, þar sem hæðar-, þyngdar- og ítarlegri fitu- og líkamshlutamælingu. Því næst er lungnamat (spirometry), þar sem ástand lungna er skoða, hámarks lungnarýmd og lungnakraftur eru mæld. Því næst er komið að þolmatinu sjálfu. Þú færð þægilega öndunargrímu og hefst með rólegri upphitun og er álag eða hraði aukinn á jafnt og þétt, allt frá 60 – 180sek fresti (mismunandi eftir einstaklingum). Álagið er aukið þangað til að þú telur þig ekki geta gert betur og sjálfviljug/ur hættir. Að þessu loknu biðjum við þig að vera kyrr í 2 – 3 mínútur til að skoða endurheimt líkamanns eftir þolmatið.
NIÐURSTÖÐUR
Úr álagsmatinu færðu ítarlega skýrslu með helstu niðurstöðum álagsmatsins, auk þess sem þú færð boð í eftirfylgni til að útskýra fyrir þér niðurstöðurnar á mannamáli. Við förum yfir mismunandi tegundir æfingasvæða (e. zones), berum þau saman og förum yfir það æfingasvæði sem hentar þér hvað best, til að hámarka árangur þinn eða ná markmiðum.